Sport

Dag­skráin í dag: Þróttur þarf sigur, Blikar í Ár­bæ, Bestu mörkin og Lundúna­slagur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blikar eru í beinni.
Blikar eru í beinni. vísir/anton brink

Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru sex beinar útsendingar á planinu í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 er leikur Fylkis og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta á dagskrá. Að leik loknum – klukkan 21.15 – eru Bestu mörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir allt sem gerðist í 5. umferð deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.20 er leikur Real Madríd og Gran Canaria í ACB-deildinni

Vodafone Sport

Klukkan 18.10 er nágrannaslagur Tottenham Hotspur og Chelsea í ensku úrvalsdeild kvenna á dagskrá. Chelsea þarf sigur til að halda í vonina um að verja Englandsmeistaratitilinn.

Klukkan 23.00 er leikur Tampa Bay Rays og Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 17.50 hefst útsending úr Laugardalnum þar sem Þróttur Reykjavík fær Víking í heimsókn í Bestu deild kvenna í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×